Fjölskyldan
í Gunn-bjarnarholti

Við erum drifin áfram af áhuga og metnaði fyrir heilnæmri, íslenskri framleiðslu.

Fjölskyldubúið Gunnbjarnarholti á sér sögu aftur til 1988 þegar tvítug ungmenni, Arnar Bjarni Eiríksson og Berglind Bjarnadóttir, hófu byggingu fjóss á jörðinni.

Gunnbjarnarholt er nýbýli frá Sandlækjarkoti en þar höfðu forfeður Arnars stundað kúabúskap samfellt frá 1789. Arnar er sjöundi ættliðurinn sem stundar þar kúabúskap.

Fyrsta fjósið í Gunnbjarnarholti var fimm ár í byggingu en þá fluttu ungu hjónin kýrnar sínar þangað. Þau settust svo sjálf að á þeim hluta jarðarinnar sem nú heitir Gunnbjarnarholt árið 1996. Fjölskyldan hefur vaxið og dafnað samhliða búskapnum og árið 2006 fæddist þeim fimmta og yngsta barnið.

Sex árum eftir að þau fluttu á jörðina breyttu hjónin fjósinu í lausagöngufjós og gerðu þá strax ráð fyrir tveimur mjaltaþjónum. Það var þó ekki fyrr en 2004 að þau réðust í þá fjárfestingu sem reyndist vel og sparaði mörg handtökin.

Uppbyggingin hélt áfram, smátt og smátt fjölgaði kúnum og búið stækkaði með jarðakaupum í nágrenninu. Í tæp 10 ár var ekið tvisvar á dag til mjalta í öðru fjósi á jörðinni Skáldabúðum í um 18 km fjarlægð frá Gunnbjarnarholti.

1789

Búskapur fjölskyldunnar hefst í Sandlækjarkoti (nú nýbýlinu Gunnbjarnarholti).

1988

Haugkjallari steyptur.

1989

Byggt yfir haugkjallarann.

1990

Tekið við kúm og framleiðslurétti í Sandlækjarkoti.

1993

Kýrnar úr Sandlækjarkoti fluttar í nýtt fjós í Gunnbjarnarholti.

1996

Flutt í Gunnbjarnarholt.

1999

Fjósinu breytt í lausagöngufjós, stækkað um helming og hannað fyrir mjaltaþjóna.

2000

Fjárhúsi breytt í geldneytahús og byggt yfir það.

2004

Tveir mjaltaþjónar keyptir.

2005

Flutt í nýtt íbúðarhús.

2009

Meira land og framleiðsluréttur keyptur.

2010

Land tryggt fyrir 300 kýr með tilheyrandi uppeldi.

2012

Hönnun hefst á nýju fjósi.

2016

Framkvæmdir á nýju fjósi hefjast 18. júlí.

2018

Flutt í nýtt fjós 21. desember.

2019

Uppbygging á votheysgryfjum með margnota yfirbreiðslubúnaði.

2021

17. desember, mjólkurvinnsla tekin í notkun og bein sala Hreppamjólkur hefst.

Í Fjölskyldubúinu
Gunnbjarnarholti
fæðast spennandi hugmyndir

Til að vel færi um allar kýrnar undir einu þaki var reist fullkomið hátæknifjós sem tekið var í notkun árið 2018

Farðu á aðra síðu
Farðu á aðra síðu
Arnar Bjarni Eiríksson og Berglind Bjarnadóttir hófu búskap saman kornung um 1988 með um 20 kýr. Uppbyggingin hefur verið mikil í kringum þau og nú áratugum síðar hafa þau byggt yfir um 500 gripi þar af um 250 mjólkandi kýr.
Það er öruggast að vera hjá mömmu á meðan verið er að kynnast þessum stóra heimi.
Ungviðið gefur ungviðinu að drekka. Það er margt spennandi að sjá í fjósinu.

Arnar Bjarni, bóndi i Gunnbjarnarholti, er hér með sínu yngsta barni af fimm og elsta barnabarni.
Margrét Hrund Arnarsdóttir er dóttir Arnars Bjarna og Berglindar. Hún er framkvæmdastjóri Hreppamjólkur auk þess að sinna markaðsmálum fyrirtækisins.
Kýr eru hópdýr og kunna vel við sig saman í rólegheitum í grænum haga, þar sem þær rölta um og kroppa í grasið.
Farðu á aðra síðu
Farðu á aðra síðu