Hreppamjólk

Hreppamjólk er frá Fjölskyldubúinu Gunnbjarnarholti, þar sem kýrnar búa við fyrsta flokks atlæti og njóta þess að vera til.

Fjölskyldubúið Gunnbjarnarholti vill færa mjólk og mjólkurvörur beint til neytenda, upprunamerktar og rekjanlegar beint í búið okkar. Það styrkir tengingu milli dreifbýlis og þéttbýlis og von okkar er sú að viðskiptavinir okkar kunni að meta það.

Mjólk í sjálfsala

Við bjóðum neytendum að kaupa mjólk í sjálfsala og fyrsti staðurinn sem sjálfsali er settur upp í er Krónan í Lindum. Við gefum fólki kost á að nota fjölnota umbúðir, annað hvort mjólkurflöskur sem fást á staðnum, eða ílát sem fólk kemur með að heima. Við stefnum á  að fyrir lok árs 2022 verði seldir a.m.k. 5 lítrar af mjólk á móti hverri 1 lítra glerflösku.

Með þessu erum við umhverfisvæn og minnkum kolefnisspor okkar framleiðslu eins og markaðurinn kallar eftir. Við hvetjum því viðskiptavini okkar til að endurnýta flöskurnar með því að koma með þær og fylla á þær aftur og aftur. Markmið okkar er að bjóða sem hreinastar vörur og sem næst uppruna sínum.

Mjólkin sem við bjóðum í sjálfsölunum verður seld í fjölnota glerflöskum og hún er gerilsneydd en ófitusprengd. Þess vegna flýtur rjóminn efst í flöskuna, hann er hægt að fleyta ofan af og bragða á honum eða hrista hann saman við mjólkina.

Næringargildi í 100 g:

Orka 182 kJ / 43 kkal
Fita 1,5 g
   þar af mettuð fita 0,8 g
Kolvetni* 3,7 g
   þar af sykurtegundir 3,7 g
Prótein 3,7 g
Salt 0,1 g

All products are
freshly made on
the fjölskyldubúið

Hreppamjólk ís

Lorem ipsum dolor sit amet con sectetur magna aliqua. Quis ipsum suspendisse lacus vel facilisis voluptatem accusantium dolorem.

See all THe different flavours
Farðu á aðra síðu

Hreppamjólk ostur

Culpa qui officia deserunt mollit anim id est labo rum. Sed ut gravida perspiciatis unde omnis iste natus error sit.

See the kinds of cheeses we make
Farðu á aðra síðu