Hátækni-fjósið í Gunnbjarnar-holti

Velferð kúnna er í fyrirrúmi og þess gætt að kýrnar njóti besta atlætis og aðbúnaðar sem völ er á, enda eru kýr dásamlegir vinnufélagar sem gefa þeim mun betur af sér eftir því sem betur er hlúð að þeim.

Með tímanum hefur búið vaxið og dafnað en áherslur og áskoranir í landbúnaði hafa auðvitað breyst með árunum. Umhverfismál eru þar veigamikill þáttur.

Hönnun á nýju fjósi fór af stað árið 2012 svo hægt væri að hýsa allan kúaflotann undir einu þaki. Vinna við bygginguna hófst í júlí 2016 og í desember 2018 var nýja fjósið tekið í notkun en í því eru nú um 240 mjólkurkýr. Fjósið í Gunnbjarnarholti er 4.200 m2 að stærð, fullkomið fjós með ýmsum nýjungum, þ.á m. fjórum mjaltaþjónum.

Vinnuaðstaða fyrir skepnur og fólk er öll afbragðs góð í fjósinu og skapa þannig bestu skilyrði til að framleiða þar gæðamjólk.

Allt gert til að kúnum líði vel og að atlæti þeirra sé sem best. Fjósið er lausagöngufjós þannig að þær ganga frjálsar um, fara í mjaltir í mjaltaþjóni þegar þær vilja og þörfin kallar og þær hafa greiðan aðgang að fóðri og vatni með sjálfvirkum búnaði. Sjálfvirkni er nýtt eftir föngum í fjósinu og loftgæði, birta og önnur skilyrði til fyrirmyndar.

Sex mismunandi gerðir af dýnum eru í boði fyrir þær til að leggjast á. Þar af eru tvær gerðir af vatnsdýnum sem kýrnar kunna augljóslega vel að meta því þær dýnur eru alla jafna ásetnar.

Við gætum þess að dýrin njóti besta aðbúnaðar sem völ er á

Vinnuaðstaða fyrir skepnur og fólk er öll afbragðs góð í fjósinu og skapar þannig bestu skilyrði til að framleiða þar gæðamjólk.

Farðu á aðra síðu
Farðu á aðra síðu
Tæknin er vissulega allsráðandi í fjósinu í Gunnbjarnarholti. Þar er alsjálfvirkt fóðurkerfi sem líkja má við risavaxna matvinnsluvél eða jafnvel mötuneyti fyrir kýrnar. Í því eru fimm tegundir af gróffóðri auk þess fóðurbætis sem við viljum nota.
Í hátæknifjósinu í Gunnbjarnarholti fer vel um ungviðið. Kálfunum þykir notalegt að liggja á þurrum hálmi.
Skrauta hikaði hvergi þegar hún var beðin um að vera fyrirsæta á myndinni enda er hún bæði jákvæð og svöl. „Sjálfsöryggi kemur með reynslunni“, baulaði hún.
Það eru margir sem hafa áhuga á að skoða hátæknifjósið og reglulega er tekið á móti gestum sem vilja kynna sér hvernig nútímabúskapur lítur út.
Öllum góðum bændum þykir vænt um skepnurnar sínar enda hefur hver einasta kýr og kálfur sitt eigið nafn.
No items found.
Farðu á aðra síðu
Farðu á aðra síðu