Hreppamjólk flöskuHreppamjólk flösku

Hreppamjólk
er gæðamjólk
beint frá býli

Hreppamjólk er frá Fjölskyldubúinu Gunnbjarnarholti, þar sem velferð kúnna er í fyrirrúmi og þess gætt að kýrnar njóti besta atlætis og aðbúnaðar sem völ er á.

vörurnar okkar
Farðu á aðra síðu
ábendingar
Farðu á aðra síðu

Fjölskyldubúið Gunnbjarnarholti. Lifandi saga síðan 1789.

Núverandi ábúendur eru sjöundi ættliðurinn úr sömu fjölskyldunni til að stunda kúabúskap á þessari jörð.

Ýmislegt um sögu jarðarinnar
Farðu á aðra síðu

Fullkomið fjós með ýmsum nýjungum, þ.á m. fjórum mjaltaþjónum.

Fjósið er lausagöngufjós. Kýrnar ganga frjálsar um og allt er gert til að þeim líði vel og að atlæti þeirra sé sem best.

Ýmislegt um hátæknifjósið okkar
Farðu á aðra síðu

Daglegt líf í
Fjölskyldubúinu
Gunnbjarnarholti

Fjölskyldubúið Gunnbjarnarholti á sér sögu aftur til 1988 þegar tvítug ungmenni, Arnar Bjarni Eiríksson og Berglind Bjarnadóttir, hófu byggingu fjóss á jörðinni.

Farðu á aðra síðu
Farðu á aðra síðu
Arnar Bjarni Eiríksson og Berglind Bjarnadóttir hófu búskap saman kornung um 1988 með um 20 kýr. Uppbyggingin hefur verið mikil í kringum þau og nú áratugum síðar hafa þau byggt yfir um 500 gripi þar af um 250 mjólkandi kýr.
Arnar Bjarni, bóndi i Gunnbjarnarholti, er hér með sínu yngsta barni af fimm og elsta barnabarni.
Tæknin er vissulega allsráðandi í fjósinu í Gunnbjarnarholti. Þar er alsjálfvirkt fóðurkerfi sem líkja má við risavaxna matvinnsluvél eða jafnvel mötuneyti fyrir kýrnar. Í því eru fimm tegundir af gróffóðri auk þess fóðurbætis sem við viljum nota.
Í hátæknifjósinu í Gunnbjarnarholti fer vel um ungviðið. Kálfunum þykir notalegt að liggja á þurrum hálmi.
Það eru margir sem hafa áhuga á að skoða hátæknifjósið og reglulega er tekið á móti gestum sem vilja kynna sér hvernig nútímabúskapur lítur út.
Í Gunnbjarnarholti er líf og fjör enda fjölskyldan stór. Þar eru nokkur góð hross sem lífga upp á tilveruna og hversdaginn. Það er enda alltaf gaman að sinna hrossum enda eru þau ævinlega góður félagsskapur og ekki spillir að geta brugðið sér á bak einstöku sinnum.
Farðu á aðra síðu
Farðu á aðra síðu

Ábendingar

Við tökum ábendingum fagnandi því við viljum endilega þróast og leyfa neytendum að hafa skoðun á vöruframboði okkar. Kvörtun, ábending, hrós, láttu það flakka.

Takk fyrir ábendinguna, við tökum henni fagnandi.
Eitthvað hefur farið úrskeiðis, vinsamlegast reyndu aftur síðar.